Hluti af starfinu okkar á Tungu fer fram utandyra. Hver nemandi fer að meðaltali einu sinni í viku í ferð út fyrir leikskólann þar sem hann leikur sér

Útikennsla

 
Hluti af starfinu okkar á Tungu fer fram utandyra. Hver nemandi fer að meðaltali einu sinni í viku í ferð út fyrir leikskólann þar sem hann leikur sér og lærir með öðrum nemendum og kennurum. Við förum að morgni og komum aftur til baka í leikskólann um og eftir hádegi. Þegar veður leyfir kveikjum við upp eld og eldum úti.
Nánar má lesa um útikennslu á Grænuvöllum, markmið og leiðir hér.
 
Í hverri útikennsluferð eru þrír aðstoðarmenn. Þeir eru þessir:
 
Brunavörður: Hlutverk brunavarðar er að fara með eldvarnarteppi meðferðis í töskunni sinni. Hann hengir það svo upp á þar til gerðan stað (þegar við förum í skóginn) og aðstoðar kennara við að ganga úr skugga um að reglur í kringum eldinn séu virtar.
Kokkur: Kokkurinn fer í eldhúsið með kennara áður en lagt er af stað í fjallið og tekur til matinn sem á að elda þann daginn. Þegar á staðinn er komið undirbýr kokkurinn matinn og hjálpar til við eldamennsku. Hann flautar svo þegar maturinn er klár og býður hinum börnunum að gjöra svo vel.
Fréttamaður: Hlutverk fréttamannsins er að fylgjast með í skóginum og taka myndir með aðstoð kennara. Hann aðstoðar kennara svo við að skrifa frétt á töfluna þegar í leikskólann er komið og svo á heimasíðuna þegar tími gefst til.
 
Börnunum þykir afar skemmtilegt að gegna þessum hlutverkum:)
 

Leikskólinn

Iðavellir 1
640 Húsavík
S. 464 6160
Eldhús: 464 6159


Skólastjóri

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir
Sími: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

Aðstoðarskólastjóri

Helga Jónsdóttir

Sími: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is