Dagur Ýslenskrar tungu og bˇkaprinsar/prinsessur Bergi 2013 Foreldrafundur GrŠnuvalla Ůingdagur 3. september 2012 Matse­lar fyrir skˇlaßri­ 2012-2013.

FrÚttir

Dagur Ýslenskrar tungu og bˇkaprinsar/prinsessur Bergi 2013

Lesa meira

Foreldrafundur GrŠnuvalla

Kæru foreldrar. Foreldrafundur Grænuvalla verður haldinn 27.september kl.17:15 í Íþróttasal Grænuvalla. Dagskrá: Kynning á vetrarstarfi Grænuvalla                   Kosning í foreldraráð Grænuvalla                   Kosning í foreldrafélag Grænuvalla                   Deildrarstjórar kynna vetrarstarfið á deildum Starfsfólk hvetur alla foreldra til að mæta á fundinn, það er svo mikilvægt  og skemmtilegt að fylgjast með því sem er framundan í leikskólastarfinu komandi skólaár.  Með vinsemd Starfsfólk Grænuvalla. AF.
Lesa meira

Ůingdagur 3. september 2012

Lesa meira

Matse­lar fyrir skˇlaßri­ 2012-2013.

Kæru foreldrar. Matseðill fyrir skólaárið 2012-2013 hefur þegar verið settur inn á heimasíðu Grænuvalla ásamt matseðli fyrir börn með fæðuofnæmi.  Leikskólaeldhúsið gerir endurmat á matseðlinum í samráði við stjórnendur og starfsfólk leikskólans.  Nú er þessu mati lokið og nýr og vonandi betri matseðill komin á heimasíðuna.  Matseðillinn rúllar í 6 vikur.  Það er vikunúmerið sem ræður því hvaða matseðill er þessa vikuna.  Sem dæmi að þá er vika 34 núna.  22.08.2012.  Mikilvægt er að foreldrar fylgist vel með hvað börnin eru að borða frá degi til dag í leikskólanum.  Þannig geta foreldrar samræmt matinn á heimilinu við matinn í leikskólanum svo fæða barnsins verði ekki einhæf. Með vinsemd Aðalbjörg Friðbjarnardóttiraðst.skólastjóri
Lesa meira

Foreldrarß­ GrŠnuvalla

Kæru foreldrar. Foreldraráð leikskólans Grænuvalla er skipað þremur fulltrúum foreldra.  Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í ráðið.  Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr 4. gr; um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans.  Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.  Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu. Í foreldraráði sitja eftirtaldir fulltrúar. Brynhildur Elvarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Brynjúlfur Sigurðsson fulltrúi foreldraráðs Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúi foreldraráðs Guðrún H. Jóhannsdóttir leikskólastjóri Með vinsemd og virðingu Aðalbjörg Friðbjarnardóttiraðstoðarleikskólastjóri
Lesa meira

Foreldrasamstarf ß GrŠnuv÷llum

Kæru foreldrar. Upplýsingar um foreldrafélag leikskólans Grænuvalla. Við leikskólann er starfandi foreldrafélag.  Allir foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélagi Grænuvalla nema ósk sé borin upp við leikskólastjóra eða stjórn foreldrafélagsins.  Foreldrafélag hittist fimm sinnum á ári og það býður nemendum upp á ýmsa tilbreytingu, s.s. leiksýningar, grill og fleira, í samstarfi við leikskólann.  Fundagerðir foreldrafélagsins hafa ekki verði birtar hér á heimasíðunni en við ætlum að bæta úr því í vetur.  Kosið er í forelrafélagið á stóra foreldrafundinum að hausti ef fulltrúi/ar hætta í nefndinni. Í foreldrafélaginu sitja eftirtaldir fulltrúar Díana Jónsdóttir formaður félagsins Jóna Björg Pálmadóttir gjaldkeri Skarphéðinn Aðalsteinsson fulltrúi foreldra Anna Björg Leifsdóttir fulltrúi foreldra Helga Jónsdóttir ritari fulltrúi Grænuvalla Helena Ósk Ævarsdóttir fulltrúi foreldra Hjördís Eva Ólafsdóttir fulltrúi foreldra Katrín Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra Með vinsemd og virðingu Aðalbjörg Friðbjarnardóttiraðstoðarleikskólastjóri
Lesa meira

Kurteisi.

Kæru foreldrar. Af gefnu tilefni viljum við benda á það, að muna eftir því að heilsa í upphafi dags og kveðja í lok dags starfsfólkið.  Að sýna kurteisi og gagnkvæma virðingu hefur mikið uppeldislegt gildi fyrir börn.  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.  Kennarar á Grænuvöllum leggja mikla áherslu á lífsleikni með börnunum í kennslu og að bjóða "Góðan daginn" og kveðja í lok dags "Takk fyrir í dag" er einn af þessum mikilvægu grunn þáttum lífsleikninnar.  Tökum höndum saman og sýnum börnunum okkar hvað við erum kurteis og góð. Einnig langar okkur að minna á að loka útidyrahurðum, þær lokast ekki sjálfkrafa. Með vinsemd og virðingu Starfsfólk Grænuvalla. AF.
Lesa meira

FrÚttabrÚf um starfsemi GrŠnuvalla

Grænuvellir opnuðu aftur eftir sumarfrí  7.ágúst. Fyrsta vikan fór í að taka á móti nemendum og foreldrum eftir fríið. Sumir voru fljótir að ná því að rétta sig af og komast inn í daglegar venjur á meðan aðrir voru talsvert þreyttir og komu því aðeins seinna en venjulega. En allt hefur sinn vana og nú eru flestir komnir í hús. Byrjun vikunnar notuð í heimsóknir/aðlögun eldri nemenda á milli deilda og nú er því verkefni lokið og 15.ágúst tók við aðlögun nýrra nemenda.
Lesa meira

Starfsmannahald GrŠnuvalla.

Kæru foreldrar. Upplýsingar varðandi starfsmannahald Grænuvalla skólaárið 2012-2013. Næst komandi skólaár verða eftirtaldir leikskólakennarar í árs launalausu leifi frá störfum. Berglind Hauksdóttir, Berglind Rut Magnúsdóttir, Elísa Rún Jónsdóttir og Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir.  Þökkum við þeim kærlega fyrir samveruna og vonumst til að sjá þær allar aftur að ári. Eftirtaldir starfsmenn hættu endanlega störfum  í ágúst. Anna Júlía Aðalsteinsdóttir, Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir og Íris Grímsdóttir.  þökkum við þeim kærlega fyrir samveruna. Eftirtaldir starfsmenn í ræstingum hættu störfum í júlí. Jóhanna Másdóttir og Christina Guðmundsson.  Þökkum við þeim kærlega fyrir samveruna. AF.  
Lesa meira

Upplřsingar til foreldra.

Kæru foreldrar nemenda Grænuvalla. Fréttabréf um starfsemi Grænuvalla í ágúst og september. Lesa meira. AF.
Lesa meira

Leikskˇlinn

I­avellir 1
640 H˙savÝk
S. 464 6160
Eldh˙s: 464 6159


Skˇlastjˇri

SigrÝ­ur ValdÝs SŠbj÷rnsdˇttir
SÝmi: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

A­sto­arskˇlastjˇri

Helga Jˇnsdˇttir

SÝmi: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is