Á foreldrafundi síðasta haust var áætluð námsferð starfsmanna kynnt fyrir foreldrum leikskólans. Eftir fundinn fengu allir foreldrar fundargerð í pósti

Tilhögun námsferðar starfsmanna 18. apríl-22 apríl.

Um námsferð til New Jersey 16. – 24. apríl 2016

Leikskólinn Grænuvellir er að innleiða jákvæðan aga (positive discipline, PD) sem er uppeldisstefna og byggist á sjálfstjórnarkenningum. Í jákvæðum aga er notuð sú aðferð að finna út orsakir hegðunar og vinna með þær frekar en að nota umbun og refsingu. Með því að nota jákvæðan aga er markmiðið að skapa gott vinnuumhverfi fyrir börn og kennara í leikskólanum sem byggist á virðingu, vingjarnleika og festu.

Starfsfólk leikskólans fer til New Jersey í Bandaríkjunum til að kynna sér jákvæðan aga enn betur. Þar munum við fara á tveggja daga námskeið þar sem ráðgjafi hjá samtökum um jákvæðan aga, Teresa LaSala, mun kenna ásamt öðrum ráðgjöfum PD. Að auki munum við kynna okkur starfsemi  leikskóla í New Jersey sem nýta jákvæðan aga í starfi sínu.  Þeir leikskólar sem við munum heimsækja hafa góða reynslu af starfi með jákvæðan aga og teljum við að það muni gefa okkur góða innsýn í það starf og hjálpa okkur við innleiðingu jákvæðs aga á Grænuvöllum.  Árið 2012 fór Borgarhólsskóli á Húsavík í náms- og kynnisferð til New York þar sem starfsfólk kynnti sér jákvæðan aga hjá sama námskeiðshaldara og mun taka á móti okkar hóp. Munu þá bæði leik- og grunnskólastig Húsavíkur vinna eftir sömu uppeldisstefnu sem veldur meiri samfellu í skólastarfi.

Alls munu 35 starfsmenn fara í námsferðina.

Ferðatilhögun  

Mánudagur 18. apríl
Námskeið í jákvæðum aga frá 9-16.

Þriðjudagur 19. apríl
Leikskólaheimsóknir – kynning á starfsemi.

Kvöldverðarboð þar sem við hittum fulltrúa frá skólunum sem við munum heimsækja. Einnig munum við hitta fulltrúa frá samtökum um jákvæðan aga. 

Miðvikudagur 20. apríl
Námskeið í jákvæðum aga frá 9-16.

Fimmtudagur 21. apríl– sumardagurinn fyrsti
Lögbundinn frídagur starfsmanna. Nýttur til hópeflis í sameiginlegri ferð til New York.

Föstudagur 22. apríl
Samráðsfundur þar sem námskeiðið verður dregið saman, sem og skólaheimsóknir. Þar munum við bera saman bækur okkar.

 

                                                                                                                                                                     

 

 

 

                              

 

 

 

 

 

 

 

 


Leikskólinn

Iðavellir 1
640 Húsavík
S. 464 6160
Eldhús: 464 6159


Skólastjóri

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir
Sími: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

Aðstoðarskólastjóri

Helga Jónsdóttir

Sími: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is