Hausti­ 2010 var fari­ af sta­ me­ verkefni Ý leikskˇlanum GrŠnuv÷llum sem gekk ˙t ß a­ nemendur myndu vera meira ˙ti Ý nßtt˙runni . ┴kve­i­ var a­ elsti

┌tikennsla

Haustið 2010 var farið af stað með verkefni í leikskólanum Grænuvöllum sem gekk út á að nemendur myndu vera meira úti í náttúrunni . Ákveðið var að elsti árgangur leikskólans tæki þátt og má segja að verkefnið hafi verið lagt í hendur starfsfólks  á Hóli.  Það sem hafði áhrif á ákvarðanatöku um verkefnið var að lóð leikskólans er heldur lítil fyrir barnahópinn sem þar er og einnig áhugi fyrir að auka vettvangsferðir nemenda í  náttúrunni.  Ekki spillti fyrir að niðurstöður rannsókna sýna að útikennsla hafur jákvæð áhrif á þroska barna. Börn sem leika sér í náttúru koma betur út varðandi ýmsa þætti samanborið við þau börn sem leika á manngerðum leikvöllum.

Garðyrkjustjóri sveitafélagsins hefur  einnig áhuga á verkefninu og hefur hann tekið mikinn þátt í því með því að afla eldiviðar, koma víkingapönnu fyrir við eldstæðið á skógardögum og ferja vistir upp í skóg. Hann aðstoðaði einnig við að ákveða hvar ætti að grafa holur sem útisalerni og hvernig ætti að umgangast þær.

Árinu áður hafði eldstæði verið útbúið í skógræktinni fyrir ofan Skálabrekku, Í Garðarslundi á vegum bæjarins. Ákveðið var að þar yrði heimasvæði útikennslunnar.

Markmið með útikennslu:

 • Að nemendur fái tækifæri til að nota öll skilningarvit sín og fá persónulega og beina reynslu í raunverulegum aðstæðum (kynnist skóginum í skóginum).
 • Að nemendur fái tækifæri til að þroskast og leika sér af sjálfsdáðum, finna til forvitni, ímyndunar, ánægjulegrar reynslu og samkenndar.
 • Að nemendur fái að skynja, reyna , muna, uppgötva, skilja, æfa, ná valdi á, miðla og framleiða. Nemandinn lærir best með því að gera sjálfur.
 • Að nemendur hljóti aukna fjölbreytta hreyfingu, meira þol og betri hreyfifærni (bæta alhliða hreyfiþroska).
 • Að nemandinn öðlist betri félagslega færni, læri lýðræðisleg vinnubrögð, eigi samskipti hver við annan og læri að taka ábyrgð.
 • Að nemandinn öðlist  meiri einbeitingu, og ró eftir hressandi og krefjandi útiveru í fersku lofti.
 • Að nemendur  öðlist betri samskiptafærni og að samskipti kennara og nemenda verði betri. Að minna verði um agavandamál (krefjandi börn fá minni neikvæða athygli og fá meira frelsi til að fá útrás á eigin forsendum)
 • Að nemandinn öðlist betri heilsu.
 • Að nemandinn læri að klæða sig í samræmi við veður og læri á íslenskar veðuraðstæður.
 • Að nemandinn öðlist aukinn skilning á náttúru, vísindum og umhverfi, takist á við fjölbreitt verkefni og raunverulegar aðstæður.
 • Að nemandinn auki lífsleikni sína með því að taka þátt í eldamennsku, uppkveikju og vinna önnur verk.

Leikskˇlinn

I­avellir 1
640 H˙savÝk
S. 464 6160
Eldh˙s: 464 6159


Skˇlastjˇri

SigrÝ­ur ValdÝs SŠbj÷rnsdˇttir
SÝmi: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

A­sto­arskˇlastjˇri

Helga Jˇnsdˇttir

SÝmi: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is