Námskrárgerð   Sérkennslustjóri sér um námskrárgerð og sér um að foreldrar og deildarstjóri komi að vinnu við einstaklingsnámskrána.   -        Í námskrá

Námskrárgerð

Námskrárgerð
 
Sérkennslustjóri sér um námskrárgerð og sér um að foreldrar og deildarstjóri komi að vinnu við einstaklingsnámskrána.
 
-        Í námskrá eru þeir þættir sem við viljum vinna með barninu, markmið með þeim og leiðir að markmiðunum
 
-        Úr námskránni eru síðan gerð viku, mánaðarplön, sumarplön ofl. um áhersluþætti úr námskránni sem unnið með tímabundið, þetta á allt að vera aðgengilegt fyrir foreldra og starfsmenn deildar, leikskóla ef þarf.
 
-        Það er gott að setja niður á blað nákvæmar útlistingar á því hvernig er unnið með barnið þannig að afleysing geti fylgt leiðbeiningum og tryggt sé að hlutirnir séu gerðir í fríum/ veikindum eftir því sem hægt er.
 
-        Mánaðarleg samtöl; að sérkennslustjóri bjóði uppá mánaðarleg samtöl sem eru stutt og taka ca 15 mín. þar sem stuttlega er farið yfir gang mála, breytingar ofl.
 
-        Sérkennslustjóri segir frá barninu og þjálfun barnsins á deildarfundum og stærri starfsmannafundum ef þörf er á.
 
-        Mikilvægt er að starfsmenn hafi þekkingu á fötlun og sérþörfum einstakra barna. Þannig að allir sem komi að þjálfun barnsins hafi þekkingu og skilning.
 
-        Að sérkennslustjóri bjóði starfmönnum, deildum, deildarstjórum upp á samtöl eftir þörfum.
 
-        Sérkennslustjóri metur í samráði við leikskólakennara hvenær þörf er á sérfræðiaðstoð skólateymis Fjölskyldu-og skóladeildar. Hafi samband við foreldra, geri athuganir, skráningar og viðeigandi þroskalýsingar.  Sendi tilvísun og fái undirskrift foreldra.
 
 
Unnið af sérkennslustjóra 2008 með hliðsjón af starfslýsingu hans og kennarasambands Íslands.
 

Leikskólinn

Iðavellir 1
640 Húsavík
S. 464 6160
Eldhús: 464 6159


Skólastjóri

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir
Sími: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

Aðstoðarskólastjóri

Helga Jónsdóttir

Sími: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is