Samráðsfundur er haldinn að hausti en þar bera leik- og grunnskólakennarar saman bækur sínar og leggja grunn að komandi

Samstarf

Samráðsfundur er haldinn að hausti en þar bera leik- og grunnskólakennarar saman bækur sínar og leggja grunn að komandi vetrarsamstarfi skólanna.

Grænuvellir eru samstarfsaðili tónlistarskólans og fara í nemendur skipulagða tónlistartíma til tónlistarkennara og taka þátt í ýmsum uppákomum og hitta þar m.a. gangaverðina.  Tónlistakennarinn kemur einnig reglulega í leikskólann.

Að hausti og vori koma nemendur 1. bekkjar í heimsókn í leikskólann og elstu nemendur leikskólans fara í heimsókn í grunnskólann, hópnum skipt þannig að hvert barn fer 1x.

Að vori fara væntanlegir nemendur 1. bekkjar í vorskóla í grunnskólann í þrjá daga.  Fara í skólastofuna, skoða bókasafnið, borða nesti og fara í frímínútur.  Einnig hitta þau væntanlegan kennara ef hægt er.

Reglulega er nemendum Hóls boðið á sal Borgarhólsskóla, t.d. þegar fyrsti bekkur á sal.

Samráðsfundur kennara beggja skóla er snemma á nýju ári vegna sérþarfa verðandi grunnskólanemenda og samráðsfundur að vori þar sem upplýsingum um leikskólanemendur er komið á framfæri.

Leikskólinn

Iðavellir 1
640 Húsavík
S. 464 6160
Eldhús: 464 6159


Skólastjóri

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir
Sími: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

Aðstoðarskólastjóri

Helga Jónsdóttir

Sími: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is