Reglur ForeldrafÚlags GrŠnuvalla á1. gr. FÚlagi­ heitir ForeldrafÚlag GrŠnuvalla. 2. gr. FÚlagar geta einir veri­ foreldrar e­a forrß­amenn barna ß

Reglur foreldrafÚlagsins

Reglur Foreldrafélags Grænuvalla

 1. gr.

Félagið heitir Foreldrafélag Grænuvalla.

2. gr.

Félagar geta einir verið foreldrar eða forráðamenn barna á leikskólanum Grænuvöllum. Foreldrar eða forráðamenn ganga sjálfkrafa í félagið þegar barn byrjar á leikskólanum nema ósk um annað sé borin upp við leikskólastjóra eða stjórn foreldrafélags.

3. gr.

Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því að...

a.         stuðla að samvinnu milli foreldra og leikskóla og styðja við starfsemina, t.a.m. með skipulagningu viðburða í samstarfi foreldra og leikskóla.  

b.         mynda vettvang fyrir foreldra um hagsmunagæslu fyrir leikskólabörn, t.a.m. í tengslum við starfsemi, stefnu og  aðbúnað leikskólans.

4. gr.

Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Stjórn félagsins sér um innheimtu árgjalds.

5. gr.

Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Kjósa skal 5 fulltrúa úr röðum foreldra/forráðamanna og skal reynt að tryggja að hver deild eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa einn fulltrúa til setu í stjórn, þannig að samtals skipi stjórn 6 fulltrúa. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn í stjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, varaformann, gjaldkera og ritara. Ef atkvæði falla jafnt innan stjórnar við kosningar hefur atkvæði formanns tvöfalt vægi.  

6. gr.

Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7. gr.

Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna, vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna við þau skal vera innan ramma markmiða félagsins.  Að því marki sem ákvörðunum aðalfundar um leiðir að markmiðum félagsins nýtur við, skal farið eftir þeim. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega.

8. gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 1. september til 1. nóvember ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu í leikskólanum með minnst viku fyrirvara. Á aðalfundi félagsins skal stjórnin gera upp starfsemi liðins árs.

9. gr

Breytingar á samþykktum þessum ná því aðeins fram að ganga að þær séu bornar upp skriflega á aðalfundi og 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði. Sama gildir um slit félagsins.

Leikskˇlinn

I­avellir 1
640 H˙savÝk
S. 464 6160
Eldh˙s: 464 6159


Skˇlastjˇri

SigrÝ­ur ValdÝs SŠbj÷rnsdˇttir
SÝmi: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

A­sto­arskˇlastjˇri

Helga Jˇnsdˇttir

SÝmi: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is