Hóll 2014 - 2015         Leikurinn Á Hóli er lögð rík áhersla á leikinn. Barnið lærir margt í leik sem enginn getur kennt því og reynsla

Starfið

 

  

 Hóll 2014 - 2015

 

 

 

 

Leikurinn

Á Hóli er lögð rík áhersla á leikinn. Barnið lærir margt í leik sem enginn getur kennt því og reynsla þess af lífinu endurspeglast í gegnum leikinn. Leikurinn eflir alhliðaþroska barnsins. Þess vegna leggjum við áherslu á skapandi leikefni og leikumhverfi við hæfi. Á deildinni er hlutverkakrókur þar sem í boði eru hlutverkakassar sem innihalda m.a. eldhúsdót, snyrtidót, o.fl.

Börnin hafa einnig aðgengi að margs konar ögrandi og hvetjandi borðleikjum sem efla alhliðaþroska þeirra. Má þar nefna m.a smáhlutasafn, spil, raðspil, perlur,skæri,lím og liti. Jafnframt eru í boði leikföng sem komin eru til ára sinna en þjóna engu að síður enn sínum tilgangi. Það eru m.a kúluspil, smellikubbar, legokubbar, bílar, trélest og trékubbar.

 

 

Matmálstímar/hvíld

 Á matmálstímum sitja nemendur ávallt í sínum sætum við borðið. Þannig skapast regla og ró. Við matborðið æfum við borðsiði, að þau skammti sér sjálf, rétti öðrum og bíði.   Eftir hádegi er farið í hvíld.

Tónlist.

 

 

Útivera/vettvangsferðir.

Í vetur leggjum við áherslu á útiveru og útikennslu. Við höfum einnig fengið moltu (tunnu) sem við setjum alla matarafganga í, einnig tökum við frá allan pappír og fernur. Með þessu viljum við efla umhverfisvitund og náttúruvernd. 

Útivist er holl öllum nemendum og einn liður í því að kanna náttúruna og komast í snertingu við hana og njóta hennar sér til yndisauka. Í fataklefanum æfast margir hlutir og er mikil áhersla lögð á sjálfshjálp, að börnin læri að klæða sig sjálf   Eins þegar börnin koma inn úr útiveru að þau geti klætt sig úr og gengið frá. Við æfum okkur í að renna, smella, hneppa og biðja um aðstoð þegar við getum ekki sjálf. Æfingin skapar meistarann.

   

   

Markmið okkar er því:

         Að nemendur fái tækifæri til að nota öll skilningarvit sín og fá persónulega og beina reynslu í raunverulegum aðstæðum eins og í vettvangsferðum.

         Að nemendur fái tækifæri til að þroskast og leika sér af sjálfsdáðum, finna til forvitni, ímyndunar, ánægjulegrar reynslu og samkenndar.

         Að nemendur fái að skynja, reyna , muna, uppgötva, skilja, æfa, ná valdi á, miðla og framleiða. Nemandinn lærir best með því að gera sjálfur.

         Að nemendur hljóti aukna fjölbreytta hreyfingu, meira þol og betri hreyfifærni (bæta alhliða hreyfiþroska).

         Að nemandinn öðlist betri félagslega færni, læri lýðræðisleg vinnubrögð, eigi samskipti hver við annan og læri að taka ábyrgð.

         Að nemandinn öðlist  meiri einbeitingu, og ró eftir hressandi og krefjandi útiveru í fersku lofti.

         Að nemendur  öðlist betri samskiptafærni og að samskipti kennara og nemenda verði betri. Að minna verði um agavandamál (krefjandi börn fá minni neikvæða athygli og fá meira frelsi til að fá útrás á eigin forsendum)

         Að nemandinn öðlist betri heilsu.

         Að nemandinn læri að klæða sig í samræmi við veður og læri á íslenskar veðuraðstæður.

         Að nemandinn öðlist aukinn skilning á náttúru, vísindum og umhverfi, takist á við fjölbreitt verkefni og raunverulegar aðstæður.

 

Leikskólinn

Iðavellir 1
640 Húsavík
S. 464 6160
Eldhús: 464 6159


Skólastjóri

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir
Sími: 464 6157 / GSM: 847 4766

siggavaldis@graenuvellir.is

Aðstoðarskólastjóri

Helga Jónsdóttir

Sími: 464-6158/ GSM: 8652148

helgaj@graenuvellir.is